Áætlun gegn svifryksmengun

Takmörkun bílaumferðar með því að banna til skiptis akstur bíla eftir endatölu bílnúmera eða loka götum/hverfum þegar svifryk stefnir yfir heilsumörk, eru meðal hugmynda sem settar eru fram í drögum að viðbragðsáætlun Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um loftgæði. Drögin verða lögð fyrir fund heilbrigðisnefndar í dag.

Drög að áætlun heilbrigðisnefndarinnar voru kynnt á fundi umhverfis- og samgönguráðs í morgun en ætlunin er að afgreiða málið á fundi heilbrigðisnefndar í dag.

Sólarhringsmörk svifryks (PM10) eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Á árinu 2008 mátti svifryk fara 18 sinnum yfir heilsuverndarmörk en fór 25 sinnum yfir. Svifryk hefur mælst yfir heilsuverndarmörkum á þessu ári og er leiða nú leitað til að draga úr menguninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert