Fengu ekki fyrirgreiðslu

mbl/hag

Fyrr­ver­andi for­svars­menn Lands­bank­ans staðhæfa í at­huga­semd vegna um­fjöll­un­ar Kast­ljós í Sjón­varp­inu fyrr í kvöld að Lands­bank­an­um hafi verið boðið upp á þann mögu­leika að Ices­a­ve inn­lána­reikn­ing­ar bank­ans í Bretlandi yrðu færðir með flýtimeðferð  yfir í dótt­ur­fé­lag hans þar í landi gegn 200 millj­ón sterl­ings­punda greiðslu bank­ans til Bret­lands vegna út­streym­is af Ices­a­ve reikn­ing­um og til­tek­inna annarra ráðstaf­anna.

At­huga­semd­in er eft­ir­far­andi:

Eins og fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu fyrr­um stjórn­enda Lands­bank­ans frá 14. októ­ber 2008 átti Lands­bank­inn í viðræðum við breska fjár­mála­eft­ir­litið (FSA) um að Ices­a­ve inn­lána­reikn­ing­ar bank­ans í Bret­lendi yrðu færðir með flýtimeðferð (e. fast track) yfir í dótt­ur­fé­lag hans þar í landi. Var Lands­bank­an­um boðið upp á þann mögu­leika gegn 200 millj­ón sterl­ings­punda greiðslu bank­ans til Bret­lands vegna út­streym­is af Ices­a­ve reikn­ing­um og til­tek­inna annarra ráðstaf­anna. Lands­bank­inn kom upp­lýs­ing­um um þenn­an mögu­leika til full­trúa stjórn­valda. Þar sem Lands­bank­inn fékk ekki fyr­ir­greiðslu Seðlabank­ans eins og óskað var þann 6. októ­ber til að greiða um­rædd­ar 200 millj­ón­ir sterl­ings­punda varð form­legt sam­komu­lag um þetta efni aldrei að veru­leika. Kann það að skýra svör breskra aðila við spurn­ing­um ís­lenskra blaðamanna.

Upp­lýs­ing­um þess­um var komið til um­sjón­ar­manna Kast­jóss fyrr í dag en þær ekki birt­ar.

Fyr­ir hönd fyrr­ver­andi stjórn­enda Lands­bank­ans

Hall­dór J Kristjáns­son  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert