Fengu grein birta í virtu riti

Háskólinn í Reykjavík.
Háskólinn í Reykjavík. mbl.is

Þrír íslenskir vísindamenn við Háskólann í Reykjavík, Álfgeir Logi Kristjánsson, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Þórólfur Þórlindsson, fengu grein sem birta í alþjóðlega tímaritinu Health Promotion International. Greinina skrifuðu þau í samstarfi við tvo bandaríska fræðimenn, Kathleen M. Roe og John P. Allegrante.

Í greininni (Substance use Prevention for adolescents: the icelandic model) er fjallað um forvarnarmál og hvernig áherslur íslenska kerfisins svokallaða, hafa reynst. Samkvæmt kerfinu er lögð áhersla á að koma í veg fyrir að ungmenni neyti vímuefna. Öðru fremur er byggt á samstarfi þeirra sem koma að starfi með ungmennum, upplýsinga aflað og fylgst náið með þróun þeirra. Með því að samtvinna þverfaglega þekkingu þeirra sem að málinu koma næst góð greining á áhættuþáttum, sem taldir eru geta leitt til vímuefnanotkunar, að sögn Álfgeirs Loga Kristjánssonar. „Þetta [birting greinarinnar innsk. blm.] skiptir auðvitað máli og vekur athygli á rannsóknum sem skipta miklu máli,“ sagði Álfgeir Logi í samtali við mbl.is

Í tímaritinu, sem er meðal virtustu fræðirita á sviði lýðheilsufræða í heiminum, eru aðeins birtar greinar sem uppfylla gæðastaðla ritstjórnar tímaritsins.

Kerfið hefur verið í þróun á löngum tíma, eða í 10 til 12 ár. Það hefur vakið athygli og er notað sem fyrirmynd forvarnarverkefnisins Youth in Europe, sem ýmsar borgir Evrópu eiga aðild að.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert