„Flokkurinn þoli stór orð"

Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.

„Það er einn af styrkleikum Sjálfstæðisflokksins, á að vera það til langrar framtíðar, að flokksmenn verða að geta gagnrýnt ákvarðanir og stefnu, jafnvel með stórum orðum ef því er að skipta,“ segir Vilhjálmur Egilsson, formaður endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins, um drög að skýrslu um verk Sjálfstæðisflokksins sem birt var á vef flokksins í gær.

Í drögunum, sem undirnefnd endurreisnarnefndarinnar vann, kemur fram hörð gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn fyrir að hafa staðið illa að hagstjórn, einkavæðingu bankanna og fleiri þáttum í stjórnartíð hans frá 1991. Í drögunum kemur einnig fram að flokkurinn hafi vanrækt að hlusta á raddir í grasrót flokksins, sem meðal annars höfðu áhyggjur af útþenslu í ríkisrekstri á sama tíma og íslenska hagkerfið þandist út.

Vilhjálmur segir drögin eiga eftir að taka breytingum áður en endanleg skýrsla verður til, 20. mars. Margt megi eflaust bæta í drögunum. Hins vegar sé ekkert óeðlilegt við að skilaboðum sé komið áfram í beinskeyttum stíl eða stór orð notuð. Viðfangsefnin sem verið sé að ræða séu þess eðlis. „Bankakerfið í landinu hrundi og það voru ástæður fyrir því sem þarf að skoða ofan í kjölinn. Kosturinn við að hafa skoðanaskipti gagnsæ er sá að þá verður umræðan þroskaðri og ekki eins þvinguð og oft vill verða. Menn verða að vera óhræddir við að nota stór orð þegar þess þarf,“ segir Vilhjálmur. Viðmælendur voru margir hverjir undrandi á drögunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert