„Flokkurinn þoli stór orð"

Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.

„Það er einn af styrk­leik­um Sjálf­stæðis­flokks­ins, á að vera það til langr­ar framtíðar, að flokks­menn verða að geta gagn­rýnt ákv­arðanir og stefnu, jafn­vel með stór­um orðum ef því er að skipta,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, formaður end­ur­reisn­ar­nefnd­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins, um drög að skýrslu um verk Sjálf­stæðis­flokks­ins sem birt var á vef flokks­ins í gær.

Í drög­un­um, sem und­ir­nefnd end­ur­reisn­ar­nefnd­ar­inn­ar vann, kem­ur fram hörð gagn­rýni á Sjálf­stæðis­flokk­inn fyr­ir að hafa staðið illa að hag­stjórn, einka­væðingu bank­anna og fleiri þátt­um í stjórn­artíð hans frá 1991. Í drög­un­um kem­ur einnig fram að flokk­ur­inn hafi van­rækt að hlusta á radd­ir í grasrót flokks­ins, sem meðal ann­ars höfðu áhyggj­ur af útþenslu í rík­is­rekstri á sama tíma og ís­lenska hag­kerfið þand­ist út.

Vil­hjálm­ur seg­ir drög­in eiga eft­ir að taka breyt­ing­um áður en end­an­leg skýrsla verður til, 20. mars. Margt megi ef­laust bæta í drög­un­um. Hins veg­ar sé ekk­ert óeðli­legt við að skila­boðum sé komið áfram í bein­skeytt­um stíl eða stór orð notuð. Viðfangs­efn­in sem verið sé að ræða séu þess eðlis. „Banka­kerfið í land­inu hrundi og það voru ástæður fyr­ir því sem þarf að skoða ofan í kjöl­inn. Kost­ur­inn við að hafa skoðana­skipti gagn­sæ er sá að þá verður umræðan þroskaðri og ekki eins þvinguð og oft vill verða. Menn verða að vera óhrædd­ir við að nota stór orð þegar þess þarf,“ seg­ir Vil­hjálm­ur. Viðmæl­end­ur voru marg­ir hverj­ir undr­andi á drög­un­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert