Troðfullt var á Stóra bókamarkaðnum þrátt fyrir að það væri mánudagsmorgunn. Bókaspekingar voru sammála um að kreppan gerði það að verkum að fólk leitaði nú meira inn á við en færi síður út ap borða eða í löng ferðalög. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi á markaðnum. Valdimar Tómasson fann áritaða og tölusetta ljóðabók eftir Hannes Pétursson sem var innbundin í leður en kostaði aðeins 290 krónur. Egill Helgason nældi sér í heildarútgáfu á leikritum Shakespeare og borgaði innan við 6000 krónur fyrir. MBL sjónvarp.