Stjórn trésmiðjunnar Stígandi á Blönduósi hefur ákveðið að segja upp öllum starfsmönnum fyrirtækisins, alls fimmtán manns. Að sögn Einars Kolbeinssonar, framkvæmdastjóra Stíganda, er um varúðarráðstöfun að ræða vegna óvissu um verkefnastöðu félagsins. Flestir starfsmanna fyrirtækisins eru með þriggja mánaða uppsagnarfrest.
Stígandi er í hópi elstu byggingarfyrirtækja á Íslandi en fyrirtækið var stofnað þann 1. maí 1947. Að sögn Einars er fyrirtækið með verkefni í gangi nú en framhaldið er óvíst.
Segir í tilkynningu frá stjórn Stíganda að vinna við endurskipulagningu rekstursins með tilliti til gjörbreyttra aðstæðna á mörkuðum standi yfir og stjórnendur vona einlæglega að ekki þurfi að koma til þess að uppsagnirnar taki gildi.
Nánari upplýsingar um Stíganda