Umferðaröryggi og afköst aukast

Suðurlandsvegur í Svínahrauni
Suðurlandsvegur í Svínahrauni

Vega­gerðin hef­ur til­kynnt til at­hug­un­ar Skipu­lags­stofn­un­ar frummats­skýrslu um Suður­lands­veg frá Hólmsá ofan Reykja­vík­ur að Hvera­gerði. Um er að ræða 31 kíló­metra veg­arkafla og er fjallað um þrjár mis­mun­andi út­færsl­ur í skýrsl­unni. Í skýrsl­unni seg­ir að já­kvæð áhrif á sam­göng­ur, úti­vist og vatns­vernd vegi þyngra en þau nei­kvæðu áhrif sem verða á gróður, jarðfræði og nátt­úru­m­inj­ar. Um­hverf­isáhrif 2+2 veg­ar með mis­læg­um vega­mót­um verða meiri en um­hverf­isáhrif 2+1 veg­ar og 2+2 veg­ar með þröngu sniði.

Vega­gerðin áform­ar að auka um­ferðarör­yggi og af­kasta­getu Suður­lands­veg­ar frá Hólmsá ofan Reykja­vík­ur og aust­ur fyr­ir vega­mót við Hvera­gerði. Þessu hyggst Vega­gerðin ná með því að aðskilja akst­urs­stefn­ur og fjölga ak­rein­um á leiðinni sem er um 31 kíló­metri.

Í frummats­skýrsl­unni er fjallað um þrjár mis­mun­andi út­færsl­ur til að ná þessu mark­miði þ.e. 2+2 veg með mis­læg­um vega­mót­um á 7 stöðum, 2+1 veg með vega­mót­um í plani, en þá er gert ráð fyr­ir að ak­rein­um sé síðar, þegar um­ferðar­magn kall­ar eft­ir því, fjölgað í tvær í hvora átt, þá hugs­an­lega með þröngu sniði.

Veg­ur­inn ligg­ur um sveit­ar­fé­lög­in Kópa­vog, Mos­fells­bæ, Seltjarn­ar­nes, Ölfus og Hvera­gerði.

Helstu áhrif fram­kvæmd­anna fel­ast í veg­fyll­ing­um sem taka yfir mis­mikið land. Heild­ar­veg­breidd er frá 15,5 metr­um (2+1 veg­ur) til 34 metra (2+2 veg­ur) og mis­læg vega­mót taka yfir um einn hekt­ara á hverj­um stað.

Gert er ráð fyr­ir að í gerð 2+2 veg­ar með mis­læg­um vega­mót­um þurfi um 1,9 millj­ón­ir m³ af efni. Gerð 2+1 veg­ar er mun um­fangs­minna verk og áætluð efn­isþörf er 410 þúsund m³ eða rúm 20% af efn­isþörf 2+2 veg­ar og í 2+2 veg í þröngu sniði þarf um 1.090 þúsund m³.

Nátt­úru­m­inj­ar, jarðmynd­an­ir og gróður

Heild­ar­skerðing á mosa­vöxn­um nú­tíma­hraun­um við gerð 2+1 veg­ar verður inn­an við 3 hekt­ar­ar og lend­ir að mestu á göml­um sker­inga­svæðum. 2+2 veg­ur í þröngu sniði tek­ur yfir nokkru meira land en 2+1 veg­ur­inn. Mikið af breikk­un vegna 2+2 veg­ar og mis­lægra vega­móta verður einnig inn­an gam­alla sker­inga. Skerðing á óröskuðu Svína­hraun­inu verður þó allt að 9 hekt­ar­ar.

Forn­leif­ar

Sam­tals voru 47 forn­leif­ar skráðar og staðsett­ar á áhrifa­svæði Suður­lands­veg­ar, marg­ar tengd­ar sam­göng­um fyrri tíma. Forn­leif­ar verða merkt­ar til að minnka lík­ur á að þær verði fyr­ir skemmd­um á meðan á fram­kvæmd­um stend­ur.

Vatns­vernd

Suður­lands­veg­ur ligg­ur um vatns­vernd­ar­svæði höfuðborg­ar­svæðis­ins, Sveit­ar­fé­lags­ins Ölfuss og Hvera­gerðis­bæj­ar. Um­ferð um Suður­lands­veg er nú um 6.700 – 10.000 bíl­ar að jafnaði á dag og um 9% um­ferðar­inn­ar eru þunga­flutn­ing­ar. Um Suður­lands­veg fara að jafnaði 5 til 10 olíu­flutn­inga­bíl­ar á dag. Þar á meðal eru stærstu olíu­bíl­ar lands­ins sem geta tekið allt að 32 tonn í ferð og eru flutn­ing­arn­ir um Suður­lands­veg óheft­ir. Mark­mið fram­kvæmd­anna er að aðskilja ak­braut­ir og breyta veg­flá­um og ör­ygg­is­svæðum og draga úr lík­um á bíl­velt­um og árekstr­um og þar með hættu á meng­un vatns­ból­anna.

Hljóðvist

Tvö­föld­un veg­ar­ins í 2+2 veg mun hafa áhrif til hækk­un­ar á hljóðstigi í þá átt sem Suður­lands­veg­ur­inn verður breikkaður og um­hverf­is vega­mót. Með mót­vægisaðgerðum verður hljóðstigið und­ir mörk­um hávaðareglu­gerðar.

Sjón­ræn áhrif

Tvö­föld­un Suður­lands­veg­ar í 2+2 veg með mis­læg­um vega­mót­um mun auka sýni­leika hans veru­lega þar sem breikk­un vegsvæðis­ins nem­ur frá 15 – 20 metr­um. Við gerð 2+1 veg­ar og 2+2 veg­ar í þröngu sniði verða breyt­ing­ar frá nú­ver­andi vegi mun minni og um­fang allra vega­móta þannig að um óveru­lega breyt­ingu verður að ræða frá því sem nú er.

Útivist

Sú bylt­ing verður fyr­ir úti­vist að lagður verður göngu- og hjól­reiðstíg­ur frá höfuðborg­ar­svæðinu og aust­ur fyr­ir fjall sem opna mun nýj­an mögu­leika og gera hjól­reiðar ör­ugg­ari ferðamáta á leiðinni. Til­koma fimm reiðganga und­ir Suður­lands­veg teng­ir sam­an reiðleiðir beggja vegna veg­ar­ins og ger­ir hesta­ferðir mun ör­ugg­ari.

Um­ferðarör­yggi

Breikk­un Suður­lands­veg­ar mun hafa veru­lega já­kvæð áhrif á um­ferðarör­yggi og af­köst veg­ar­ins í heild. Ætla má að óhöpp­um fækki nokkuð en mestu mun­ar um að al­var­leiki óhapp­anna verður mun minni þar mun­ar litlu á hvort 2+2 veg­ur, 2+1 veg­ur eða 2+2 veg­ur með þröngu sniði verður fyr­ir val­inu. Ávinn­ing­ur hefðbund­ins 2+2 veg­ar er þó ör­lítið meiri en hinna veggerðanna.

Niðurstaða mats

Það er mat fram­kvæmd­araðila að já­kvæð áhrif á sam­göng­ur, úti­vist og vatns­vernd vegi þyngra en þau nei­kvæðu áhrif sem verða á gróður, jarðfræði og nátt­úru­m­inj­ar og á það við um báðar veggerðir. Um­hverf­isáhrif 2+2 veg­ar með mis­læg­um vega­mót­um verða meiri en um­hverf­isáhrif 2+1 veg­ar og 2+2 veg­ar með þröngu sniði.

At­huga­semda­frest­ur til 15. apríl 2009

Til­laga að of­an­greindri fram­kvæmd og skýrsla um mat á um­hverf­isáhrif­um henn­ar ligg­ur frammi til kynn­ing­ar frá 3. mars til 15. apríl 2009 á eft­ir­töld­um stöðum: Á bæj­ar­skrif­stof­um í Hvera­gerði, Kópa­vogi, Mos­fells­bæ, Seltjarn­ar­nesi og Sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi og á þjón­ustu­stöð Olís á Norðlinga­holti við Suður­lands­veg í Reykja­vík, í Þjóðar­bók­hlöðunni og hjá Skipu­lags­stofn­un.

Fram­kvæmd­in verður kynnt með opnu húsi á eft­ir­töld­um stöðum:
Ráðhús­kaffi í Þor­láks­höfn 10. mars kl 17-19 Ráðhús­inu í Hvera­gerði 11. mars kl 17-19 Þjón­ustumiðstöð Olís á Norðlinga­holti við Suður­lands­veg í Reykja­vík 12. mars kl 16-19

All­ir hafa rétt til að kynna sér fram­kvæmd­ina og leggja fram at­huga­semd­ir. At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og ber­ast eigi síðar en 15. apríl 2009 til Skipu­lags­stofn­un­ar, Lauga­vegi 166, 150 Reykja­vík.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert