Upplýst um skattaskjólin

Þeim sem eiga eignarhaldsfélög í skattaskjólum á stöðum eins og á Tortola-eyju verður gert að upplýsa íslensk skattayfirvöld um öll viðskipti sín við þau félög, samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem Morgunblaðið hefur heimild fyrir að verði lagt fram á Alþingi í dag.

Sama gildir um endurskoðendur eða fjármálafyrirtæki sem hafa stofnað slík félög fyrir viðskiptavini sína. Þessum aðilum verður gert að halda lista yfir viðskiptavini sína sem skattayfirvöld geta kallað eftir.

Frumvarp um breytingar á lögum um tekjuskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda hefur verið til meðferðar hjá þingflokkum Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Samkvæmt því er öllum félögum sem eru skattskyld hérlendis gert að veita upplýsingar um viðskipti sín við dótturfélög og útibú sem þau eiga erlendis. Þeir sem starfa við alþjóðlega skattaráðgjöf á Íslandi verður gert að halda lista yfir viðskiptavini sína, sem eiga beina eða óbeina aðild að félagi, sjóði eða stofnunum sem skráð eru erlendis. Þá verða öll önnur þagnar- eða trúnaðarskylduákvæði látin víkja fyrir þessari upplýsingaskyldu.

Í frumvarpinu kemur fram að öll ákvæði um bankaleynd eða annarskonar trúnaðarskyldu gilda ekki þegar skattayfirvöld kalla eftir fyrrnefndum upplýsingum. Markmiðið með frumvarpinu er að koma í veg fyrir að aðilar geti sniðgengið að greiða skatta í heimalandi sínu með því að leyna eignum sínum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert