196,5 milljónir vegna bankahruns

Það mæddi mikið á Geir H. Haarde í bankahruninu.
Það mæddi mikið á Geir H. Haarde í bankahruninu. mbl.is/Golli

Kostnaður forsætisráðuneytisins vegna kaupa á sérfræðiþjónustu, sem tengdist neyðarástandi á fjármálamörkuðum, nam 196,5 milljónum króna. Þá var heildarkostnaður við þjónustukaup forsætisráðuneytisins vegna breytinga á heilbrigðis- og tryggingamálum, 44,2 milljónir króna.

Þetta kemur fram í svari til Morgunblaðsins og mbl.is við fyrirspurn um kaup ráðuneytisins á þjónustu á vegum ráðuneytisins.

Í svari forsætisráðuneytisins kemur fram að kostnaður við nefndarstarf um ímynd Íslands, nam rúmlega níu milljónum króna.

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur óskað eftir því við Ríkisendurskoðun að hún skoði samninga ráðuneyta við ráðgjafa, sérfræðinga og verktaka, vegna kaupa á þjónustu, og komi að yfirferðinni lokinni á verklagsreglum um kaup ráðuneyta af þessu tagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert