Áforma fleiri

Frá fiskmarkaði í Grimsby.
Frá fiskmarkaði í Grimsby. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Von er á fleiri íslenskum línubátu í sölutúra til Humbersvæðisins á Englandi. Það þótti tíðindum sæta að Sturla GK landaði í vikunni 113 tonnum af blönduðum afla í Grimsby en þá var tæpur áratugur liðinn frá því íslenskt fiskiskip landaði síðast afla þar.

„Þetta eru góðar fréttir fyrir höfnina og stemmningin var næstum eins og í gamla daga," hefur vefurinn Fish Update eftir Martyn Boyers, framkvæmdastjóra fiskmarkaðarins í Grimsby. Sölutúrinn var farinn til að kanna hvort hagkvæmara væri að sigla með aflann beint af miðunum en flytja hann út í gámum eins og gert hefur verið undanfarin át.

Á vefnum kemur fram að fyrirtækið Atlantic Fresh, sem hafði milligöngu um að Sturla GK seldi í Grimsby, segi að von sé á fleiri íslenskum línubátum þangað á næstunni. Stefnt mun að því að Ágúst GK-95 selji í Grimsby á mánudaginn kemur.

Haft er eftir forsvarsmönnum fisksölufyrirtækja í Grimsby, að gott verð hafi fengist fyrir þorskinn úr Sturlu og hærra en fyrir þorsk sem landað er úr gámum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert