Áforma fleiri

Frá fiskmarkaði í Grimsby.
Frá fiskmarkaði í Grimsby. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Von er á fleiri ís­lensk­um línu­bátu í sölutúra til Hum­ber­svæðis­ins á Englandi. Það þótti tíðind­um sæta að Sturla GK landaði í vik­unni 113 tonn­um af blönduðum afla í Grims­by en þá var tæp­ur ára­tug­ur liðinn frá því ís­lenskt fiski­skip landaði síðast afla þar.

„Þetta eru góðar frétt­ir fyr­ir höfn­ina og stemmn­ing­in var næst­um eins og í gamla daga," hef­ur vef­ur­inn Fish Up­da­te eft­ir Martyn Boyers, fram­kvæmda­stjóra fisk­markaðar­ins í Grims­by. Sölutúr­inn var far­inn til að kanna hvort hag­kvæm­ara væri að sigla með afl­ann beint af miðunum en flytja hann út í gám­um eins og gert hef­ur verið und­an­far­in át.

Á vefn­um kem­ur fram að fyr­ir­tækið Atlantic Fresh, sem hafði milli­göngu um að Sturla GK seldi í Grims­by, segi að von sé á fleiri ís­lensk­um línu­bát­um þangað á næst­unni. Stefnt mun að því að Ágúst GK-95 selji í Grims­by á mánu­dag­inn kem­ur.

Haft er eft­ir for­svars­mönn­um fisk­sölu­fyr­ir­tækja í Grims­by, að gott verð hafi feng­ist fyr­ir þorskinn úr Sturlu og hærra en fyr­ir þorsk sem landað er úr gám­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert