Bolvíkingar komnir heim

Bolvíkingar, sem yfirgáfu heimili sín vegna snjóflóðahættu, í fyrrakvöld eru komnir heim. Enn er þó viðbúnaðarstig á norðanverðum Vestfjörðum.

Guðlaug Rós Hólmsteinsdóttir og Olgeir Sveinn Friðriksson á Traðarlandi 21 sneru heim fyrr í dag með fjögurra mánaða gamalt barn sitt en þau þurftu að rýma húsið í sólarhring. Hún er alvön enda Bolvíkingur, segist eiga gott athvarf hjá systur sinni og ekkert mál sé að tína til föt og aðrar nauðsynjar í poka þegar kallið kemur.

Bærinn er enn á kafi í snjó en veðrið er gengið niður. Fólk hefur í dag verið í óða önn að grafa upp eigur sínar, bíla og annað lauslegt og moka frá húsum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert