Frumvarp um stjórnarskrárbreytingar

Stjórnarskráin er ekki meitluð í stein og hún hefur tekið …
Stjórnarskráin er ekki meitluð í stein og hún hefur tekið ýmsum breytingum undanfarin ár. mbl.is/Kristinn

Leiðtogar fjögurra stjórnmálaflokka lögðu í kvöld fram frumvarp á Alþingi um breytingar á stjórnarskránni.

Í frumvarpinu er lagt  til að ákvæði verði í stjórnarskrá um að náttúruauðlindir, sem ekki eru háðar einkaeignarrétti, séu þjóðareign. Einnig er lagt til að Alþingi geti gert breytingar á stjórnarskrá og borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að boðað sé til þingkosninga. Þá er lagt til að kallað verði saman stjórnlagaþing fyrir 1. desember 2009 sem endurskoði stjórnarskrána. Stjórnlagaþingið starfi ekki lengur en til 17. júní 2011.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en aðrir flutningsmenn eru Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins og Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki að frumvarpinu.

Frumvarpið í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka