Góð mæting var á fundi Öryrkjabandalags Íslands og Landssamtaka Þroskahjálpar sem haldinn var á Grand Hóteli í dag í tilefni af komandi Alþingiskosningum. Þetta var annar fundurinn í röðinni „Verjum velferðina!“ og þar var m.a. rætt um uppbyggingu á þjónustu við fatlað fólk og fjölskyldur þeirra, afkomutryggingu og nýtt örorkumat.
Frummælendur að þessu sinni voru Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félags- og tryggingamálráðherra, Birkir Jón Jónsson, alþingismaður og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.