Geir: Leikurinn hafinn

Jóhanna Sigurðardóttir og Geir H. Haarde á Alþingi.
Jóhanna Sigurðardóttir og Geir H. Haarde á Alþingi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er kom­inn í kosn­inga­bar­áttu nú þegar, sam­kvæmt orðum Geirs H. Haar­de for­manns, á Alþingi í dag. Lúðvík Berg­vins­son, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar flutti frum­varp fyr­ir hönd fjög­urra flokka á Alþingi um breyt­ing­ar á kosn­inga­lög­um og veitti Geir andsvar þar sem hann sagði kosn­inga­bar­átt­una hafna.

Sagði Geir að þar sem for­menn stjórn­ar­flokk­anna hafi til­kynnt að kosn­ing­ar verði 25. apríl sé kosn­inga­bar­átt­an í raun haf­in. ,,Leik­ur­inn er haf­inn," sagði Geir. ,,Það er búið að flauta til leiks." Flokk­arn­ir séu nú að und­ir­búa sig miðað við þessa tíma­setn­ingu.

Þá sagði Geir að ekki hefði verið leitað sam­ráðs við Sjálf­stæðis­flokk­inn vegna máls­ins, en venj­an sé sú að leita sam­ráðs við alla flokka. Hann viður­kenndi að leitað hefði verið eft­ir stuðningi flokks­ins við málið, en hins veg­ar ekki óskað eft­ir neinni gagn­rýni eða gagn­til­lög­um um efni þess. Það sé ekki hægt að kalla sam­ráð.

Þá vitnaði Geir til til­mæla og ráðlegg­inga Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un­ar Evr­ópu (ÖSE) þess efn­is að ekki eigi að breyta kosn­inga­lög­gjöf síðasta árið fyr­ir kosn­ing­ar. ,,Ætla menn að hafa þess­ar ráðlegg­ing­ar al­ger­lega að engu?" spurði Geir.

Lúðvík hélt því hins veg­ar fram að breyt­ing­in væri ekki stór­felld. Ein­ung­is væri verið að gefa flokk­um mögu­leika á því að leyfa kjós­end­um að raða fram­bjóðend­um á lista þegar þeir kjósa, líkt og í próf­kjör­um. Ekki væri í frum­varp­inu fólg­in nein breyt­ing sem truflaði starf þeirra flokka sem væru bún­ir að ákveða hvernig þeir ætluðu að stilla upp sín­um fram­bjóðend­um.

Þing­flokks­for­menn Sam­fylk­ing­ar, Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs, Fram­sókn­ar­flokks og Frjáls­lynda flokks­ins, eru flutn­ings­menn frum­varps­ins þar sem m.a. er gert ráð fyr­ir heim­ild til svo­nefnds per­sónu­kjörs, þ.e. að flokk­ar raði fram­bjóðend­um á fram­boðslist­um ekki niður í sér­staka röð og kjós­end­ir geti raðað framjóðend­um upp. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stend­ur hins veg­ar ekki að frum­varp­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert