Grænu skyri slett í HÍ

Það var sóðalegt um að lítast eftir aðgerðir mótmælenda.
Það var sóðalegt um að lítast eftir aðgerðir mótmælenda. Mynd/student.is

Þrír grímuklæddir mótmælendur skvettu grænni skyrsúpu á kynningarfulltrúa orkufyrirtækja á Grænum dögum í  Háskóla Íslands í morgun.

Voru það fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjunar, Metans, dótturfyrirtækis Sorpu, Nýorku og Geysir Green Energy sem þar ætluðu að halda kynningu á hreinni orku.

Mættu mótmælendurnir vopnaðir stórum fötum og voru fulltrúar fyrirtækjanna, kynningarbásar og nálægt umhverfi útatað eftir aðgerðirnar.

Ekki tókst að ná þeim sem að skyrinu skvettu, en starfsmenn Háskólans handsömuðu einn einstakling sem reyndi að koma í veg fyrir að mótmælendur væru eltir.

Ekki hafa fengist upplýsingar um af hverju mótmælendur létu til skarar skríða, en málið hefur verið kært til lögreglu.

Grænir dagar á vegum nemendafélagsins Gaiu verða í HÍ út vikuna, en hætt var við kynningu orkufyrirtækjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert