Gunnlaugur: Erum ekki fjármálafyrirtæki

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. mbl.is/GSH

Gunn­laug­ur Sæv­ar Gunn­laugs­son, formaður stjórn­ar Ísfé­lags Vest­manna­eyja,  seg­ir að rekja megi upp­sagn­ir tveggja yf­ir­manna fyr­ir­tæk­is­ins til þess að stjórn­in telji þá hafa farið út fyr­ir valdsvið sitt með gerð af­leiðusamn­inga við ís­lenska banka. Ekki sé grun­ur um glæp­sam­legt at­hæfi eða að menn­irn­ir hafi reynt að hagn­ast per­sónu­lega.

„Við telj­um að um­rædd­ir starf­menn hafi gert mis­tök í starfi og að ekki sé for­svar­an­legt annað en að þeir sæti ábyrgð vegna þeirra. Við erum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki en ekki fjár­mála­fyr­ir­tæki og því tel­ur stjórn­in um­fang um­ræddra samn­inga  hafa verið langt um­fram það sem eðli­legt get­urtal­ist," sagði hann er blaðamaður mbl.is ræddi við hann í dag.

„Það get­ur vel verið eðli­legt að út­flutn­ings­fyr­ir­tæki reyni að tryggja sig gegn geng­is­sveifl­um með slík­um samn­ing­um en þess­ir samn­ing­ar eru langt utan eðli­legra marka. Okk­ar starf er að veiða, vinna og selja fisk og það er því annarra að reyna að hagn­ast á fjár­mála­braski.” 

Gunn­laug­ur seg­ir ekki liggja fyr­ir hversu mikið tap fyr­ir­tæk­is­ins verði vegna þessa. Þó sé ljóst að það muni nema hundruð millj­ón­um króna. Þá seg­ir hann stjórn fyr­ir­tæk­is­ins ekki hafa fengið upp­lýs­ing­ar um um­rædda samn­inga eða það hversu stór­ir þeir væru fyrr en mjög ný­lega. Hún hafi því ekki gert sér grein fyr­ir um­fangi þeirra. 

Gunn­laug­ur seg­ir nú standa til að aug­lýsa störf mann­anna og að hann muni ásamt góðum sam­starfs­mönn­um inn­an fyr­ir­tæk­is­ins hafa yf­ir­um­sjón með dag­leg­um rekstri þess á meðan það ferli eigi sér stað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka