Helmingur greiðslna til fjögurra verktaka

Drekasvæðið. Á 20 mánaða tímabili hefur iðnaðarráðuneytið greitt verktökum tæpar …
Drekasvæðið. Á 20 mánaða tímabili hefur iðnaðarráðuneytið greitt verktökum tæpar tíu milljónir króna vegna undirbúnings olíuleitar á Drekasvæðinu.

Iðnaðarráðuneytið greiddi verktökum rúmlega 32 milljónir króna á 20 mánaða tímabili, frá miðjum maí 2007 til loka janúar 2009. Rúmur helmingur greiðslnanna eða tæpar 17 milljónir fóru til fjögurra aðila.

Stærstan hluta, rúmar fimm milljónir fékk verkfræðistofan Efla hf., sameinað fyrirtæki Línuhönnunar, Raftæknistofunnar og verkfræðistofunnar Afls, vegna vinnu við Drekasvæðið. Á 20 mánaða tímabili hefur iðnaðarráðuneytið greitt verktökum tæpar tíu milljónir króna vegna undirbúnings olíuleitar á Drekasvæðinu, hafsbotnsrannsókna og nýtingar jarðefna af hafsbotni.

Þá fékk Alþjóðaver Ráðgjöf ehf. rúmar 4 milljónir vegna ráðgjafar um alþjóðleg verkefni. Fyrirtækið er í eigu Kristjáns Guy Burgess, núverandi aðstoðarmanns Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, sem jafnframt er iðnaðarráðherra.

Netspor  ehf. fékk tæpar 4 milljónir króna greiddar vegna ráðgjafarvinnu vegna stofnunar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Capacent fékk greiddar tæplega 3,6 milljónir vegna ráðninga sex starfsmanna. Ráðning forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands kostaði rúmlega 930 þúsund, ráðning ritara á almenna skrifstofu iðnaðarráðuneytisins kostaði 249 þúsund, þá kostaði tæplega 750 þúsund að ráða orkumálastjóra og ráðning ferðamálastjóra kostaði rúmlega 870 þúsund. Þá kostaði 336 þúsund að ráða sérfræðing á skrifstofu orkumálastjóra og tæpar 400 þúsund að ráða lögfræðing á skrifstofu orkumálastjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert