Iceland Express fjölgar flugum til Lundúna

Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.
Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express. mbl.is/Jón Pétur

Iceland Express hyggst auka framboð á flugsætum til Lundúna næsta haust og fljúga tvisvar á dag til Lundúna frá og með 1. september. Brottför Lundúnaflugs Iceland Express verður kl. 7 og kl.14:20 alla virka daga vikunnar. Áfram verður einungis eitt flug á dag um helgar.

Fyrri heimferð Iceland Express virka daga verður kl. 11:30 og sú síðari kl. 20.

Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, segir í tilkynningu að félagið sjái ýmis tækifæri á þessum markaði og telji að nú sé rétti tíminn til að efla enn frekar samkeppnina á lykil flutningsleiðum til og frá landinu. Félagið teljum sig geta aukið verulega markaðshlutdeild, bæði meðal einstaklinga og fyrirtækja, á þessari leið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert