Timbursala Húsasmiðjunnar flyst í Grafarholt

Húsasmiðjan
Húsasmiðjan mbl.is/Ómar

Viðamiklar breytingar standa nú yfir hjá verslunum Húsasmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þær felast í að loka timbursölunni í Súðarvogi og verður starfsemi hennar flutt í verslun Húsasmiðjunnar í Grafarholti en þar verður opnuð sérstök timburmiðstöð á föstudag. Þá verður timburráðgjöf opnuð í versluninni í Skútuvogi.

Nýja timburmiðstöðin í Grafarholti verður opnuð formlega þann 6. mars næstkomandi. Húsasmiðjan og Blómaval reka nú 24 verslanir um land allt og starfsmenn eru um 700 talsins.

Í lok nóvember á síðasta ári var tilkynnt um uppsagnir 99 starfsmanna Húsasmiðjunnar í fullu starfi og einnig hóps starfsmanna í hlutastörfum. Uppsagnirnar tóku gildi þann 1. desember.

Þá var tilkynnt um lokun timbursölunnar í Súðarvogi sem hefur verið starfrækt frá árinu 1956 og að verslun Húsasmiðjunnar í Ögurhvarfi í Kópavogi yrði lokað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert