Varað við stormi aftur í nótt

Veðurstofan varar við því að búast megi við stormi við austurströndina í nótt.Undir hádegi verður minnkandi norðaustan og norðan átt, 10-15 m/s með dálitlum éljum um landið norðanvert, en bjartviðri syðra.  Undir kvöld gengur í norðvestan 13-18 austantil á landinu og fer að snjóa. Gert er ráð fyrir allt að 23 m/s við ströndina í nótt.

Á morgun dregur hins vegar úr vindi. Þá verða stöku él norðvestantil og snjókoma með köflum austanlands en bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Frost verður 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert