Vilja stöðva endursölu skíðapassa

Endursala skíðapassa færist í aukana, að sögn framkvæmdastjóra Skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt sé óleyfilegt og grafi undan starfsemi svæðanna.

Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæðanna, segir að mun meira sé um að lyftupassar séu endurseldir á bílaplaninu eða jafnvel í sjálfri miðaröðinni en áður. Slík endursala brjóti gegn reglum svæðanna. „Það er hvergi leyfilegt erlendis að láta þessa miða flakka á milli en ef ekki nægir að höfða til samvisku manna þurfum við e.t.v. að fara í einhverjar kostnaðarsamar aðgerðir. Auðvitað er þetta til þess fallið að grafa undan starfsemi skíðasvæðanna.“

Hann segir að t.a.m. á Akureyri hafa verið ákveðið að bæta 1.000 krónum við passaverðið sem kaupandinn fái endurgreiddar eftir daginn. „Því fylgja auðvitað óþægindi.“

Ekki er hægt að kaupa hálfsdagskort eða klukkustundarkort á Skíðasvæðum borgarinnar sem Magnús segir vera vegna þess að ekki séu kortahlið við allar lyftur svæðanna. Hins vegar sé gefinn afsláttur af heilsdagskortum eftir kl. 17 virka daga og eftir kl. 15.30 um helgar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert