Vilja stöðva endursölu skíðapassa

End­ur­sala skíðapassa fær­ist í auk­ana, að sögn fram­kvæmda­stjóra Skíðasvæðanna á höfuðborg­ar­svæðinu. Slíkt sé óleyfi­legt og grafi und­an starf­semi svæðanna.

Magnús Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Skíðasvæðanna, seg­ir að mun meira sé um að lyft­upass­ar séu end­ur­seld­ir á bíla­plan­inu eða jafn­vel í sjálfri miðaröðinni en áður. Slík end­ur­sala brjóti gegn regl­um svæðanna. „Það er hvergi leyfi­legt er­lend­is að láta þessa miða flakka á milli en ef ekki næg­ir að höfða til sam­visku manna þurf­um við e.t.v. að fara í ein­hverj­ar kostnaðarsam­ar aðgerðir. Auðvitað er þetta til þess fallið að grafa und­an starf­semi skíðasvæðanna.“

Hann seg­ir að t.a.m. á Ak­ur­eyri hafa verið ákveðið að bæta 1.000 krón­um við passa­verðið sem kaup­and­inn fái end­ur­greidd­ar eft­ir dag­inn. „Því fylgja auðvitað óþæg­indi.“

Ekki er hægt að kaupa hálfs­dagskort eða klukku­stund­ar­kort á Skíðasvæðum borg­ar­inn­ar sem Magnús seg­ir vera vegna þess að ekki séu korta­hlið við all­ar lyft­ur svæðanna. Hins veg­ar sé gef­inn af­slátt­ur af heils­dagskort­um eft­ir kl. 17 virka daga og eft­ir kl. 15.30 um helg­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert