Afnám eftirlaunalaga miðist við kjördag

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Efnahags- og skattanefnd Alþingis leggur til að afnám eftirlaunalaganna svonefndu miðist við kjördaginn 25. apríl en ekki 1. apríl eins og frumvarpið, sem nú liggur fyrir Alþingi, gerir ráð fyrir. Lokaumræða um frumvarpið er á dagskrá Alþingis í dag. 

Í áliti nefndarinnar, sem allir nefndarmenn standa að, segir að með því að miða afnám laganna við kjördag sé komið í veg fyrir að þingmenn, sem ljúka þingsetu og ráðherrar sem láta af störfum í kjölfar þingkosninganna í vor, myndi ekki á tímabilinu 1. apríl til 25. apríl 2009 lífeyrisréttindi hjá A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Eðlilegra þyki að viðkomandi aðilar búi við eftirlaunakerfið núgildandi eftirlaunakerfi þar til kjörtímabili þeirra lýkur 25. apríl nk. Verði á þann hátt ekki skörun á milli lífeyriskerfa.

Nefndin leggur einnig til, að biðlaun þessa hóps myndi réttindi samkvæmt gömlu lögunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert