Ákvæði um opinber hlutafélög þurfa að vera skýr

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í dag að greina þyrfti og ákveða hvernig eignarhaldi á fyrirtækjum í eigu ríkisbanka, sé háttað. Steingrímur sagði, að ekki væri meiningin að fyrirtæki, sem tímabundið lentu í umsjá banka, verði opinber hlutafélag meðan á því stendur.

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði ráðherrann hvort kannað hefði verið hvort öll fyrirtækin, sen eru í raun í eigu ríkisbankanna, séu ekki ohf. í skilningi laga, sem væru afdráttarlaus.

Steingrímur sagði að leikreglurnar yrðu að vera skýrar. Hins vegar væri það langsótt lagatúlkun, að gera hefði átt t.d. Morgunblaðið að opinberu hlutafélagi á meðan það var í tímabundinni tilsjón Íslandsbanka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert