Til átaka kom milli ungmenna á gatnamótum Mávahlíðar og Lönguhlíðar í Reykjavík laust fyrir klukkan tíu í kvöld. Ungmennin voru farin þegar lögreglan kom á staðinn og enginn hefur verið handtekinn. Enginn var fluttur á sjúkrahús vegna átakanna, að sögn varðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglan fékk ábendingu um að hnífum og bareflum hefði verið beitt í átökunum. Lögreglumenn fundu hníf í húsi sem var kannað í tengslum við rannsókn málsins, en ekki var vitað hvort honum var beitt í átökunum.
Lögreglumenn eru enn á vettvangi átakanna og rannsókn málsins er ekki lokið.