Aukið svigrúm fyrir heimili í erfiðleikum

Með því að stytta fyrningarfrest við gjaldþrotaskipti úr 4, 10 eða 20 árum í tvö ár, eins og frumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir, er miðað að því að draga úr óvissu þeirra heimila sem lenda í einna mestum greiðsluerfiðleikum. Það á sérstaklega við um þau heimili sem fara jafnframt í gegnum greiðsluaðlögun, en ríkisstjórnin gerir einnig ráð fyrir að frumvarp þar um verði samþykkt á Alþingi innan tíðar.

Fjallað er um frumvarp um breytingar á lögum um aðför, nauðungaruppboð og gjaldþrotaskipti í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag. Þar er einnig grein eftir Agnar Tómas Möller og Gísla Hauksson, þar sem þeir segja frá hugmyndum um hvernig þeir telja mögulegt að létta verulega undir með verst settu heimilunum.

Hafa þeir sett upp reiknilíkan sem gerir ráð fyrir lækkun afborgana yfir tiltekinn árafjölda samhliða lengingu lána. Segja þeir að með því megi létta verulega greiðslubyrði á raunhæfan hátt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert