Embætti seðlabankastjóra auglýst

mbl.is/Ómar

Forsætisráðherra hefur, í samræmi við ný lög um Seðlabanka Íslands, auglýst embætti seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 31. mars nk. og skal umsóknum skilað í forsætisráðuneytið.

Skipuð verður matsnefnd til að leggja mat á hæfni umsækjanda um stöðunar. Áætlað er að skipað verði í stöðunar í maí nk.  Í síðustu viku var Svein Harald Øygard settur seðlabankastjóri til bráðabirgða og Arnór Sighvatsson var settur aðstoðarbankastjóri, einnig til bráðabirgða.

Í auglýsingunni kemur fram að seðlabankastjóri stýri Seðlabanka Íslands og beri ábyrgð á rekstri hans og fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum hans sem ekki eru falin öðrum samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands.

Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum. Gerð er krafa um stjórnunarhæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum.

Auglýsing um starf seðlabankastjóra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert