Greiddi 146 milljónir fyrir sérfræðiþjónustu

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. Reuters

Fjármálaráðuneytið greiddi rúmar 146 milljónir króna fyrir aðkeypta sérfræðiþjónustu á tímabilinu frá maí 2007 til loka janúar í ár. Langstærsti hlutinn, eða um 80 milljónir, tengjast þjóðlendukröfum ríkisins.

Kostnaður aðalskrifstofu ráðuneytisins vegna sérfræðiþjónustu nam 18,8 milljónum króna á tímabilinu. Stærsti hlutinn, 10,6 milljónir, var greiðsla til lögfræðinga vegna vinnu við kröfugerðir ríkisins vegna þjóðlenda, lögfræðiálit og önnur verkefni.

Kostnaður við ýmis verkefni, sem ráðuneytið ber ábyrgð á, nam rúmum 127 milljónum króna. Lögfræðingar, verkfræðingar, tæknifræðingar og arkítektar og aðrir sérfræðingar fengu samtals greiddar 68,4 milljónir króna fyrir vinnu við þjóðlendumál.

Þá fengu viðskipta- og hagfræðingar, löggiltir endurskoðendur og rekstrarráðgjafar fengu tæpar 40 milljónir fyrir vinnu vegna rafrænna skilríkja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert