Hafði ekki vald til að taka ákvarðanir

Vestmannaeyjar
Vestmannaeyjar mbl.is/GSH

Bald­vin Johnsen, fyrr­ver­andi fjár­reiðustjóri Ísfé­lags Vest­manna­eyja sem sagt var upp í vik­unni ásamt Ægi Páli Friðberts­syni, fram­kvæmda­stjóra fé­lags­ins hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna um­fjöll­un­ar um starfs­lok­in. Þar seg­ir m.a. að hann hafi ekki haft vald til að taka end­an­leg­ar ákv­arðanir um gjald­eyr­is­varna­samn­inga.

Bald­vin seg­ir að í sam­ræmi við starfs­lýs­ing­unni hafi „all­ir samn­ing­ar varðandi gjald­eyr­is­varn­ir fé­lags­ins [verið] gerðir með vit­und og samþykki fram­kvæmda­stjória og/​eða fjár­mála­stjóra. Frum­kvæði að gerð samn­inga var ým­ist mitt, fjár­mála­stjóra eða fram­kvæmda­stjóra. Í starfi mínu fyr­ir Ísfé­lagið var ég ekki prókúru­hafi fyr­ir fé­lagið.“

Þá seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni að Bald­vin hafi út­búið drög að stefnu fé­lags­ins í þess­um mál­um og komið þeim drög­um til fram­kvæmda­stjóra til frek­ari af­greiðslu fyr­ir stjórn fé­lags­ins. „Mér vit­an­lega markaði stjórn fé­lags­ins enga stefnu í þess­um mál­um á þeim tima sem ég starfaði hjá fé­lag­inu. Af of­an­greindu er ljóst að ég hafði ekki end­an­legt ákvörðun­ar­töku­vald þegar kom að gerð þess­ara samn­inga og ég get þess vegna ekki hafa farið fram yfir nein­ar heim­ild­ir í þeim efn­um eins og fram hef­ur komið í fjöl­miðlum.“

Bald­in seg­ist aldrei hafa átt bein sam­skipti við stjórn fé­lags­ins, hann hafi aldrei setið stjórn­ar­fund og því ekki verið kunn­ugt um hvaða mál voru tek­in fyr­ir á þeim fund­um. Upp­lýs­inga­gjöf til stjórn­ar hafi verið hlut­verk næstu yf­ir­manna, fjá­mál­a­stjóra og fram­kvæmda­stjóra.

„Hvað hugs­an­leg mis­tök í starfi varðar þá hef ég án efa gert sömu mis­tök og all­ir þeir sem treystu á að banka­kerfið myndi starfa áfram í sömu mynd og það hafði gert á und­an­förn­um árum. Ég axla þá ábyrgð með því að missa starfið en ég er ekki sam­mála þeim orðum Gunn­laugs Sæv­ars Gunn­laugs­son­ar stjórn­ar­for­manns Ísfé­lags­ins að ég hafi farið út fyr­ir heim­ild­ir fé­lags­ins eða van­rækt upp­lýs­inga­gjöf til stjórn­ar og vísa ég um það til þess sem hér kem­ur fram að ofan.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert