Kastljósið stendur við fréttina

Í Kastljósi í fyrradag kom fram að engin gögn væru til í breska fjármálaeftirlitinu og breska fjármálaráðuneytinu um sérstaka flýtimeðferð til að koma Icesave-reikningum Landsbankans yfir í breska lögsögu.

Vísað var í orð Björgólfs Thors í Kompásþætti frá því fyrr í vetur þar sem hann sagði að Landsbankanum hefði verið boðin þessi flýtimeðferð.

Björgólfur Thor sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann segir þessa umfjöllun hafa verið ónákvæma og villandi og að orð hans hafi verið rangtúlkuð. Þá segir hann að fyrirspurnin til breskra yfirvalda hafi verið margræð og orðalag óskýrt og svörin útiloki ekki að tilboð um flutning á Icesave í breska lögsögu hafi komið fram.

„Vegna yfirlýsingar Björgólfs vill Kastljós taka fram að ummæli hans í Kompásþættinum voru afar skýr. Hann fullyrti þar að breska fjármálaeftirlitið hefði, sunnudaginn 5. október, komið fram með nýja stefnu og boðið flýtimeðferð til að koma Icesave í breska lögsögu gegn 200 milljón punda tryggingu. Engin gögn finnast um það boð hjá breska fjármálaeftirlitinu, þrátt fyrir að stofnunin taki sérstaklega fram að leitað hafi verið í pappírsgögnum og rafrænum gögnum. Þá hafnar Kastljós því að spurningin til breska fjármálaeftirlitsins hafi verið ónákvæm.

Kastljós stendur í einu og öllu við frétt sína.“

„Friðrik Þór Guðmundsson, sjálfstætt starfandi blaðamaður og stundakennari við HÍ, mótmælir því harðlega sem Björgólfur Thor heldur fram, að fyrirspurnirnar til breska fjármálaráðuneytisins og breska fjármálaeftirlitsins hafi verið margræðar og óskýrar. Þær voru vandlega orðaðar og skýrar og spurt var um „understanding“ eða þaðan af áþreifanlegra meint samkomulag. Æskilegt væri hins vegar að Björgólfur Thor og félagar gætu sýnt fram á réttmæti fyrri fullyrðinga með áþreifanlegum gögnum – en það hafa þeir ekki gert.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert