Komið í veg fyrir komu hættulegs hóps

Norrænir vítisenglar hafa nokkrum sinnum reynt að komast hingað til …
Norrænir vítisenglar hafa nokkrum sinnum reynt að komast hingað til lands en verið vísað frá.

Upp­töku tíma­bund­ins landa­mæra­eft­ir­lits í Leifs­stöð er sér­stak­lega ætlað til að koma í veg fyr­ir vænt­an­lega komu ákveðins hættu­legs hóps frá og um ná­granna­lönd Íslands í Evr­ópu.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is tel­ur lög­regla að vís­bend­ing­ar séu um að fé­lag­ar í Vít­isengl­um áformi að koma hingað til lands um helg­ina vegna vígslu nýs klúbbs­hús­næðis vél­hjóla­klúbbs­ins Fáfn­is í Hafnar­f­irði á laug­ar­dag.

Bæj­ar­yf­ir­völd í Hafnar­f­irði sögðu hins veg­ar í dag, að hvorki þau né lög­regla á höfuðborg­ar­svæðinu hefðu veitt heim­ild fyr­ir starf­semi Fáfn­is þar í bæ en í frétt­um Stöðvar 2 í gær­kvöldi var sagt frá því að Fáfn­ir væri að flytja inn í hús­næði í Hellna­hrauni í Hafnar­f­irði.

Í til­kynn­ingu dóms­málaráðuneyt­is­ins er vísað til sér­stakr­ar ógn­un­ar gegn alls­herj­ar­reglu og þjóðarör­yggi vegna at­b­urðar, sem áætlað er að muni eiga sér stað laug­ar­dag­inn 7. mars. Það hafi leitt til þess að ís­lenska rík­is­stjórn­in hafi ákveðið að taka upp tíma­bundið landa­mæra­eft­ir­lit á innri landa­mær­um sín­um dag­ana 5.-7. mars.

Til­kynn­ing dóms­málaráðuneyt­is­ins

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert