Nornabúðin lokar dyrum

Eva Hauksdóttir eigandi Nornabúðarinnar
Eva Hauksdóttir eigandi Nornabúðarinnar mbl.is/G.Rúnar

Nornabúðinni, einu versluninni á Íslandi sem boðið hefur upp á galdur í neytendapakkningum, verður formlega lokað um næstu mánaðamót. Kemur þetta fram á vefsíðu verslunarinnar.

Fram að því verður það sem eftir er af lagernum til sölu á kostnaðarverði og húsgögn, skreytingar, leirtau, veggtjöld og annað smálegt, eins og segir á vefsíðunni.

Meðal þess sem verslunin hefur boðið upp á eru galdrar til að bæta námsvenjur og árangur í prófum, auðvelda atvinnuleit og sérstök skuldafæla. Þá hefur verið hægt að kaupa viðskipta- og samningagaldra og galdra til að verjast ásókn þjófa og svikara. Þá er hægt að kaupa galdrabrúður, t.d. Bínu fínu, sem er brúða sem varar börn við draugum, skrýmslum og öðrum óvættum.

Eigandi Nornabúðarinnar, nornin Eva, vekur í tilkynningunni athygli á því að hægt sé að ráða hana til starfa sem málfarsráðunaut, sagnaþul eða einfaldlega til að hafa hana á launum við að gera það sem henni sýnist hverju sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert