Óvíst að gögn að utan nýtist nefndinni

Nefndina skipa þau Tryggvi Gunnarsson, Páll Hreinsson, sem er formaður, …
Nefndina skipa þau Tryggvi Gunnarsson, Páll Hreinsson, sem er formaður, og Sigríður Benediktsdóttir. mbl.is/Ómar

Rannsóknarnefnd Alþingis, sem rannsakar aðdraganda og orsakir bankahrunsins, stendur frammi fyrir erfiðleikum við að afla upplýsinga tímanlega frá öðrum löndum. Nefndin á að skila Alþingi lokaskýrslu sinni í seinasta lagi 1. nóvember nk.

,,Þar er ákveðinn vandi því erfitt er að komast í gögn erlendis,“ segir Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar. „Það er Fjármálaeftirlitið sem hefur í reynd möguleika á að komast í þær upplýsingar sem þörf er á til þess að skilja þá fjármálatilflutninga sem áttu sér stað síðustu vikurnar fyrir fall bankanna. Sú upplýsingaöflun tekur hins vegar langan tíma, þannig að óvíst er að hvaða marki hún mun gagnast í störfum nefndarinnar.

Ekki er víst að það komi að sök við að rækja það hlutverk nefndarinnar að draga upp heildarmynd af meginorsökum fyrir falli bankanna. Á hinn bóginn verður að ætla að slík gagnaöflun sé nauðsynleg við lögreglurannsókn á ákveðnum málum.“

Nefndinni ber að tilkynna ríkissaksóknara vakni grunur við rannsókn hennar um að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað.

,,Þau mál sem þannig eru vaxin og nefndin hefur hingað til rekist á í störfum sínum eru nú þegar til rannsóknar hjá FME. Þaðan fara síðan stóru málin til hins sérstaka saksóknara,“ segir Páll Hreinsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert