Samdráttur varð í sölu áfengis

Sala áfeng­is í fe­brú­ar dróst sam­an um 9% miðað við sama mánuð í fyrra, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá ÁTVR. Sam­drátt­ur var í sölu á öll­um áfengis­teg­und­um. Sala lag­er­bjórs dróst sam­an um 8,1%, rauðvíns um 11,2% og hvít­víns um 3,2%.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um ÁTVR má að ein­hverju leyti rekja þenn­an sam­drátt til hlaupárs­dags, en hann bar upp á föstu­dag í fyrra. Það voru því fimm föstu­dag­ar í fe­brú­ar 2008 á móti fjór­um í ár. Ekki er hægt að rekja breyt­ingu á neyslu til 20 ára af­mæl­is bjórs­ins 1. mars sl. Ef born­ir eru sam­an laug­ar­dag­ur­inn 28. fe­brú­ar í ár og 1. mars í fyrra er sam­drátt­ur­inn í sölu 9,7% en sam­drátt­ur í sölu bjórs 10,1% Hlut­fall bjórs af heild­ar­söl­unni er einnig mjög svipað þenn­an dag eða rétt um 80% af seldu magni.

Alls seld­ust 1.321 þúsund lítr­ar af áfengi í fe­brú­ar. Lag­er­bjór var uppistaðan í söl­unni eða 1.041 þúsund lítr­ar. At­hygli vek­ur að sam­drátt­ur í sölu á öðrum bjór­teg­und­um er rúm 52%. Sala áfeng­is í lítr­um janú­ar-fe­brú­ar, miðað við sama tíma fyr­ir ári, jókst um 0,1%, í 2.605 þús. lítra úr 2.603 þús. lítr­um. Sala rauðvíns dróst sam­an um 4,6% en sala lag­er­bjórs jókst um 1,9%.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert