Í nýrri könnun Viðskiptablaðsins um ábyrgð á hruni bankakerfisins kemur fram að flestir telja að ábyrgðin sé hjá stjórnendum og eigendum bankanna. 62,7% aðspurðra telja að eigendur og stjórnendur bankanna hafi verið meðal þeirra sem hafi valdið mestu um bankahrunið í haust.
Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Miðlun gerði fyrir Viðskiptablaðið. Um er að ræða uppsafnaða svörun en leyfi legt var að nefna fleiri en eitt atriði.
Langflestir tilgreindu eigendur og stjórnendur bankanna en næstflestir, eða 44%, tilgreindu Fjármálaeftirlitið og 42% ríkisstjórnina þegar spurt var um ábyrgð á bankahruninu. 32% nefndu Seðlabankann og 14% nefndu Alþingi.
Af þeim sem spurðir voru töldu fæstir að lánhæfismatsfyrirtækin og fjölmiðlar bæru ábyrgð á því hvernig fór. 83,1% af þeim sem svöruðu tók afstöðu til spurningarinnar.
Þegar einn valkostur var í boði töldu 24,3% að ábyrgðin væri hjá stjórnendum bankanna.
Flestir þeirra, sem tóku afstöðu í könnun sem Viðskiptablaðið birtir í dag, telja að eigendur og stjórnendur bankanna hafi valdið mestu um hrun bankanna í haust.
Þátttakendur gátu í könnuninni nefnt fleiri en eitt atriði. Nærri 63%, töldu að stjórnendur bankanna bæru mesta sök, tæp 44% nefndu Fjármálaeftirlitið, tæplega 42% ríkisstjórnina, 32% Seðlabankann og 14% nefndi Alþingi.
Spurt var hvort þátttakendum þætti ný ríkisstjorn hefði staðið sig og sagðist um helmingur telja að hún hefði staðið sig frekar vel eða mjög vel, tæpur þriðjungur hvorki vel né illa en rúm 17% að hún hefði staðið sig frekar eða mjög illa.