Tíðari veikindi - Fleiri slys

Veikindum og vinnuslysum hefur fjölgað mikið það sem af er ári. Framkvæmdastjóri Heilsuverndar segir að kvíði, streita og geðræn vandamál hafi aukist og eins kveisur og pestir. Heilsuvernd hefur verið með veikinda og fjarvistaskráningar fyrir fjölmörg fyrirtæki  í fimmtán ár en allt að fimmtán þúsund einstaklingar eru í gagnagrunni fyrirtækisins.

Teitur Guðmundsson framkvæmdastjóri Heilsuverndar segir að veikindi á uppsagnarfresti séu að færast í aukana. Það kunni að skýrast af auknu álagi. Hinsvegar sé mikið áhyggjuefni að vinnuslysum sé einnig að fjölga á því tímabili en slys gefi ákveðin réttindi til launa umfram uppsagnarfrestinn. Aðspurður hvort fólk sé að grípa til örþrifaráða segir hann að þegar harðni á dalnum geri fólk ýmislegt sem það myndi annars ekki gera.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert