Teitur Guðmundsson framkvæmdastjóri Heilsuverndar segir að veikindi á uppsagnarfresti séu að færast í aukana. Það kunni að skýrast af auknu álagi. Hinsvegar sé mikið áhyggjuefni að vinnuslysum sé einnig að fjölga á því tímabili en slys gefi ákveðin réttindi til launa umfram uppsagnarfrestinn. Aðspurður hvort fólk sé að grípa til örþrifaráða segir hann að þegar harðni á dalnum geri fólk ýmislegt sem það myndi annars ekki gera.