12 vísað frá landinu

Félagar í Fáfni biðu í Leifsstöð eftir boðsgestum.
Félagar í Fáfni biðu í Leifsstöð eftir boðsgestum. Ljósmynd/Víkurfréttir

Síðdeg­is í dag höfðu alls 12 fé­lag­ar í vél­hjóla­sam­tök­un­um Hells Ang­els og stuðnings­klúbb­um þeirra verið stöðvaðir við komu þeirra til Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Mönn­un­um var meinuð land­ganga. Sex þeirra hafa farið úr landi.

Á miðviku­dag var tveim­ur fé­lags­mönn­um Hells Ang­els meinuð land­ganga og héldu þeir aft­ur til síns heima dag­inn eft­ir.

Tíma­bundið landa­mæra­eft­ir­lit á innri landa­mær­um Schengen-svæðis­ins hef­ur farið fram á Kefla­vík­ur­flug­velli í gær og í dag sam­kvæmt ákvörðun dóms­málaráðherra að til­lögu rík­is­lög­reglu­stjóra. Aðild­ar­ríki Schengen-sam­starfs­ins grípa til aðgerða af þessu tagi þegar vís­bend­ing­ar hafa borist um að án þeirra auk­ist hætta á að vegið sé að ör­yggi borg­ara þeirra.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá embætti rík­is­lög­reglu­stjóra er til­efni þess­ara aðgerða koma fé­laga í Hells Ang­els og stuðnings­klúbb­um þeirra til lands­ins í tengsl­um við veislu­höld sem ís­lensku vél­hjóla­sam­tök­in Fafner MC-Ice­land (Fáfn­ir) hafa boðað til á morg­un í nýj­um höfuðstöðvum sín­um í Hafnar­f­irði.

Lög­regl­an seg­ir, að Hells Ang­els-vél­hjóla­sam­tök­in og stuðnings­klúbb­ar þeirra haldi uppi skipu­lagðri glæp­a­starf­semi víða um lönd. Sam­tök­in falli und­ir þá skil­grein­ingu sem í gildi er inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins um skipu­lagða glæp­a­starf­semi. Fé­lag­ar í sam­tök­un­um hafi víða hlotið þunga dóma m.a. fyr­ir morð og fíkni­efna­smygl.

Landa­mæra­eft­ir­lit­inu verður haldið áfram á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert