Engin lyf virka á eggjastokkakrabbamein eins og Stefanía Guðmundsdóttir hefur glímt við í 13 ár. Þegar meinið tekur sig upp þarf hún þess vegna að fara í aðgerð og hefur þegar farið í fimm slíkar. Krabbameinið myndast í hrönglum utan á líffærin og það er skrapað af í aðgerð.
Stefanía ákvað að loka sig ekki af eftir greiningu heldur leika sér og njóta samverunnar með fjölskyldunni. „Það hefur hjálpað mér mikið,“ segir hún.
Kristján Sigurðsson, yfirlæknir á leitarstöð Krabbameinsfélagsins, segir ekki vitað um orsakir krabbameins í eggjastokkum en vitað sé að pillan hafi verndandi áhrif.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.