Ætla að skapa 4000 ársverk

Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi.
Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi.

Rík­is­stjórn­in hef­ur samþykkt viðtæk­ar til­lög­ur í at­vinnu­mál­um, sem ætlað er að skapa ríf­lega 4000 ár­s­verk á næstu miss­er­um.

Um er m.a að ræða störf í bygg­ing­ariðnaði, við bygg­ingu snjóflóðavarn­argarða, gróður­setn­ingu og grisj­um, hækk­un á end­ur­greiðslu vegna kvik­mynda­gerðar, ferðaþjón­ustu­verk­efni, fjölg­un í hópi þeirra sem njóta lista­manna­launa og við inn- og út­flutn­ing á óunn­um fiski.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra og Össur Skarp­héðins­son, iðnaðarráðherra, kynntu til­lög­urn­ar nú eft­ir há­degi. Össur sagði, að þessu til viðbót­ar gæti virkj­un við Búðar­háls og orkuiðnaður skapað 2000 störf til viðbót­ar. Ekki er gert ráð fyr­ir Helgu­víkurál­veri í þeim töl­um.

Fjár­mun­ir til verk­efn­is­ins verða m.a. fengn­ir úr ýms­um sjóðum, þar á meðal At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði og hugs­an­lega Íbúðalána­sjóði. Stein­grím­ur sagði að aðkoma At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs að þessu verði með þátt­töku í átaks­verk­efn­um. „Hann kem­ur að með ígildi at­vinnu­leys­is­bóta í formi launa­greiðslna, í skil­greind átaks­verk­efni og for­send­an er yf­ir­leitt sú að í starfið ráðist aðili af at­vinnu­leys­is­skrá. Þá er sjóður­inn ekki verða í raun fyr­ir nein­um viðbótar­út­gjöld­um,“ sagði Stein­grím­ur.

Össur sagði að nota ætti þau tæki sem fyr­ir hendi væru, frem­ur en að stofnað yrði til beinna út­gjalda til að hrinda verk­efn­um af stað. „Við erum þá að tala um tæki eins og til dæm­is pen­inga sem er að finna í ýms­um ráðuneyt­um,  ýms­um sjóðum og verk­efn­um. Í sum­um til­vik­um þarf að breyta heim­ild­um til að nýta þessa pen­inga,“ sagði Össur.

Meðal aðgerða sem ákveðnar hafa verið er að haldið verði áfram við bygg­ingu tón­list­ar­húss, sem muni skapa 600 ár­s­verk. ráðist verður í fram­kvæmd­ir við snjóflóðavarn­ir í Bol­ung­ar­vík, Fjalla­byggð/Ó​lafs­firði, Fjarðabyggð/​Nes­kaupstað og við Holta­hverfi á Ísaf­irði.

Ákveðið var að hækka end­ur­greiðslu­hlut­fall vegna kvik­myndag­gerðar úr 14% i 20%. „Vitað er um tvö kvik­mynda­verk­efni sem eru í burðarliðnum þar sem þessi laga­breyt­ing gæti ráðið úr­slit­um um það hvort þau verði unn­in hér á landi. Þessi verk­efni myndu skapa um 120 ár­s­verk auk þess sem þau myndu hafa mjög já­kvæð áhrf á ferðaþjón­ustu og vet­ing­a­rekst­ur,“seg­ir í grein­ar­gerð.

Unnið verður að ýms­um þró­un­ar­verk­efn­um í ferðaþjón­ustu og er áætlað að allt að 100 manns fái störf við þau á þessu ári.

For­sæt­is­ráðherra sagðist telja þetta mjög mik­il­vægt skref til að sporna gegn at­vinnu­leysi. Senni­lega væru um 8% á at­vinnu­leys­iss­rá í dag. Gera megi ráð fyr­ir að af þeim 4000 ár­s­verk­um sem eiga að verða til með þess­um agðerum verði til störf fyr­ir 1400 til 1600 kon­ur. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert