Atvinnulausum boðið í ræktina

Fulltrúar frá Ísafjarðarbæ, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, Félagi opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Félagi járniðnaðarmanna á Ísafirði undirrituðu í dag samkomulag sem auðveldar atvinnulausum aðgang að líkamsrækt í sveitarfélaginu. Samkomulagið felur í sér að stéttarfélögin greiða 50% af kostnaði við sundkort/líkamsræktarkort á móti Ísafjarðarbæ sem á móti gefur 50% af kostnaði við kortið. Samningurinn gildir úr árið.
 
„Í kjölfar bankakreppu og efnahagsþrenginga hefur atvinnuleysi á Vestfjörðum stóraukist undanfarna mánuði. Að mati Verkalýðsfélags Vestfirðinga (Verk. Vest), Félags járniðnaðarmanna á Ísafirði, Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum (Fos. Vest.) og Ísafjarðarbæjar, eru það ótvíræðir hagsmunir einstaklinganna og samfélagsins að atvinnuleitendum sé gefinn kostur á að rækta sál og líkama þegar þrengir að“, segir í samningnum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert