Bændasamtökin telja að ekki sé um brot að ræða

Frá búnaðarþingi á síðasta ári.
Frá búnaðarþingi á síðasta ári.

Bænda­sam­tök Íslands telja sig ekki hafa brotið sam­keppn­is­lög en svo tel­ur Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins sem úr­sk­urðað hef­ur að BÍ skuli greiða 10 millj­ón­ir króna í stjórn­valds­sekt fyr­ir það sem kallað er ólög­legt verðsam­ráð. tjórn BÍ mun á næstu dög­um fara yfir úr­sk­urð Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins og ákveða í fram­haldi af því hver viðbrögð sam­tak­anna verða. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um.

Sam­kvæmt sam­keppn­is­lög­un­um eru all­ir þeir sem stunda at­vinnu­starf­semi skil­greind­ir sem fyr­ir­tæki. Þetta á við um stór­fyr­ir­tæki jafnt sem ein­stak­linga eins og bænd­ur.

Þessi ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins er byggð á umræðum á og í kjöl­far Búnaðarþings á síðasta ári. Eins og fram kem­ur í gögn­um Sam­keppnis­eft­ir­lits má rekja upp­haf máls­ins til þess að 7. mars 2008 birt­ist frétt í Morg­un­blaðinu und­ir fyr­ir­sögn­inni „Sátt um hækk­an­ir nauðsyn“. Í frétt­inni var fjallað um Búnaðarþing árs­ins 2008 sem þá var ný­lokið.

Á þing­inu hafi komið fram að verðhækk­un á mat­vöru hjá bú­vöru­fram­leiðend­um væri óumflýj­an­leg vegna ytri aðstæðna. Þar bentu bænd­ur á þær gríðarlegu verðhækk­an­ir sem þá voru orðnar á heims­markaði á aðföng­um, s.s. áburði og fóður­bæti, eldsneyti og fleiru. Þar var einnig bent á þau áhrif sem þess­ar hækk­an­ir myndu hafa á rekst­ur og af­komu bænda og allt sem þar var sagt er komið fram, því miður. Bænda­sam­tök­in hafna því að al­menn­ar umræður um stöðu og framtíðar­horf­ur ís­lenskra bænda geti valdið neyt­end­um tjóni, eins og fram er haldið í úr­sk­urði Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Sam­tök­in eru einnig ósam­mála fram­an­greindri niður­stöðu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, fyrst og fremst vegna eðlis B.Í. sem í ára­tugi hafa starfað af heil­ind­um fyr­ir neyt­end­ur og bænd­ur," að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert