Fimmtíu manna sveit frá danska flughernum kom til Íslands í fyrradag og sinnir loftrýmiseftirliti hér frá og með næsta mánudegi. Fjórar orrustuþotur eru notaðar við verkefnið, sem stendur fram í apríl. Eftirlitið felst í því að fljúga til móts við og fylgja óauðkenndum loftförum sem koma í námunda við landið. Auk þess stunda Danirnir æfingaflug yfir sjó og hugsanlega lágflug yfir hálendinu, að sögn Friðriks Jónssonar, upplýsingafulltrúa Varnarmálastofnunar, sem er hér lengst til hægri ásamt nokkrum dönskum hermönnum á Vellinum í gær.