Hækki skatta og tvöfaldi vaxtabætur

Stefán Ólafsson
Stefán Ólafsson mbl.is

Skattahækkanir eru óhjákvæmilegar og einhver hluti þeirra verður varanlegur, sagði Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, á fundi samfylkingarfólks á Hótel Borg í gærkvöldi. Skattkerfið geti ekki óbreytt staðið undir sameiginlegum útgjöldum þjóðarinnar. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við HÍ, talaði einnig á fundinum og sagði óráðshjal að skattar yrðu ekki hækkaðir.

Stefán lagði jafnframt til að vaxtabætur yrðu að minnsta kosti tvöfaldaðar „til að ná til þeirra hópa sem eru í mestu erfiðleikunum, með sem minnstum tilkostnaði“. Stefán sagði að árið 1994 hefði fólk fengið 25% niðurgreiðslu á vaxtakostnaði sínum, en 2007 hefði það hlutfall verið orðið 13%. Með tvöföldun bótanna nálgist menn þann styrk sem var í vaxtabótakerfinu fyrir um tíu árum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert