Norðurlöndin veita ungum Íslendingum aðstoð

Heidi Grandi Røys og Kolbrún Halldórsdóttir samstarfsráðherrar Noregs og Íslands.
Heidi Grandi Røys og Kolbrún Halldórsdóttir samstarfsráðherrar Noregs og Íslands.

Sam­starfs­ráðherr­ar Norður­landa samþykktu á fundi sín­um í Kaup­manna­höfn í dag að veita jafn­v­irði 14,4 millj­óna danskra króna, 277,5 millj­ón­ir ís­lenskra króna, til að aðstoða Íslend­inga í fjár­málakrepp­unni. Meg­in­mark­miðið er aðstoða fræðimenn og ungt fólk sem hyggst stunda nám og rann­sókn­ir í há­skól­um á Norður­lönd­um. Styrktaráætl­un­in nær til næstu tveggja ára.

Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir sam­starfs­ráðherra seg­ir í til­kynn­ingu þessa aðstoð afar mik­il­væga. Frum­kvæði að henni hafi komið frá frændþjóðum og það sé fagnaðarefni að hún bein­ist að ungu fólki. Með því sé verið að treysta nor­rænt sam­starf til fram­búðar og sporna gegn því að ís­lensk­ir náms­menn á Norður­lönd­um hætti námi vegna fjár­hagserfiðleika.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert