Norðurlöndin veita ungum Íslendingum aðstoð

Heidi Grandi Røys og Kolbrún Halldórsdóttir samstarfsráðherrar Noregs og Íslands.
Heidi Grandi Røys og Kolbrún Halldórsdóttir samstarfsráðherrar Noregs og Íslands.

Samstarfsráðherrar Norðurlanda samþykktu á fundi sínum í Kaupmannahöfn í dag að veita jafnvirði 14,4 milljóna danskra króna, 277,5 milljónir íslenskra króna, til að aðstoða Íslendinga í fjármálakreppunni. Meginmarkmiðið er aðstoða fræðimenn og ungt fólk sem hyggst stunda nám og rannsóknir í háskólum á Norðurlöndum. Styrktaráætlunin nær til næstu tveggja ára.

Kolbrún Halldórsdóttir samstarfsráðherra segir í tilkynningu þessa aðstoð afar mikilvæga. Frumkvæði að henni hafi komið frá frændþjóðum og það sé fagnaðarefni að hún beinist að ungu fólki. Með því sé verið að treysta norrænt samstarf til frambúðar og sporna gegn því að íslenskir námsmenn á Norðurlöndum hætti námi vegna fjárhagserfiðleika.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert