Norrænu þjóðirnar styrkja íslenska stúdenta

Kolbrún Halldórsdóttir.
Kolbrún Halldórsdóttir.

Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra, situr nú fund samstarfsráðherra Norðurlanda. Í morgun var samþykkt á fundinum að veita Íslendingum 11 milljóna danskra króna styrk, jafnvirði um 200 milljóna íslenskra króna. Styrkurinn kemur til með að nýtast íslenskum stúdentum við norræna háskóla.

Kolbrún sagði við mbl.is, að norrænu þjóðirnar væru hræddar um að engin endurnýjun yrði ef stúdentar hættu eða hrökkluðust úr námi við norrænu háskólana. Kolbrún segir að styrkirnir verði auglýstir fljótlega. Nýir stúdentar munu hafa forgang að styrkjunum sem verða afgreiddir með haustinu.

Tillagan að styrknum var mótuð áður en Kolbrún kom til starfa sem ráðherra „ég varð bara hrærð þegar styrkurinn var samþykktur í morgun" sagði Kolbrún og bætti við: Við getum ekki annað en verið þakklát."



 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert