Ný lausn erlendra lána

Íslandsbanki hyggst bjóða viðskiptavinum sínum sem tóku húsnæðislán í erlendri mynt upp á nýtt afborgunarúrræði, sem hægt verður að sækja um þegar í næstu viku.

Um er að ræða eins konar greiðslujöfnun sem gengur út frá afborgunarbyrði eins og hún var á lánunum 1. maí 2008. Munurinn á greiðslunum og því sem viðskiptavinurinn ætti að greiða bætist aftan við lánið og lengir þannig lánstímann.

Hugmyndin er að upphæð afborgana þróist svo í takt við svokallaða greiðslujöfnunarvísitölu í stað hefðbundinnar neysluvísitölu. Munurinn á greiðslubyrðinni er um 10% um þessar mundir, eftir því við hvora vísitöluna er miðað. Áætlað er að munurinn verði enn meiri eftir því sem á árið líður.

Annað úrræði sem er komið mun skemmra á veg gengur út á að búið verði til svokallað skuggalán, sem miðast við að húsnæðislánið hafi á sínum tíma verið innlent verðtryggt lán. Greiðandinn borgar þá samkvæmt skuggaláninu en þegar höfuðstólar lánanna tveggja mætast er raunverulega lánið, þ.e. hið erlenda, greitt upp með nýju innlendu láni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert