Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra styður ekki fjárfestingarsamning iðnaðarráðherra við Norðurál í Helguvík og segir hann arf frá fyrri ríkisstjórn. Hann á ekki von á því að neinn þingmaður VG greiði atkvæði með samningnum og segir að iðnaðarráðherra hafi verið það ljóst frá því að til ríkisstjórnarsamstarfsins var stofnað.
Samningurinn felur í sér ýmsar ívilnanir, svo sem afslátt af opinberum gjöldum og tryggingu gegn skattahækkunum í framtíðinni.
Steingrímur vill hinsvegar ekki svara því hvort hann ætli að greiða atkvæði gegn frumvarpinu og segir að það verði bara að koma í ljós.
Nokkuð ljóst er að þingmeirihluti er fyrir málinu hvað sem líður afstöðu VG: Sjá MBL sjónvarp.