Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur lækkað dagpeninga um tíu prósent og afnumið að mestu sérréttindi ráðherra, hæstaréttardómara, alþingismanna og annarra háttsettra embættismanna hvað varðar dagpeninga.
Það er liðin tíð að menn geti nú ferðast um á fullum dagpeningum í opinberum heimsóknum þar sem allt er greitt fyrir fólk.
Sem dæmi fá ráðherrar samkvæmt reglugerðinni sem tók gildi í dag einungis þriðjung af dagpeningum og maki fær ekkert þegar um er að ræða opinberar heimsóknir en þessir hópar höfðu umtalsverð sérréttindi á ferðalögum. Þá verða settar hömlur á hversu dýra gistingu menn geta valið sér.