Mikill viðbúnaður lögreglu er í Leifsstöð en von er á félögum í samtökunum Vítisenglum til landsins um hádegisbil. Tilkynnt var í gær að ákveðið hafi verið að taka upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum „í tilefni atburðar sem áætlað er að muni eiga sér stað laugardaginn 7. mars nk.
Aðgerðirnar tengjast væntanlegum veisluhöldum vélhjólaklúbbsins Fáfnis, en um helgina er áformuð vígsla nýs félagsheimilis samtakanna í Hafnarfirði. Fulltrúar Fáfnis eru nú í Leifsstöð og bíða þar eftir boðsgestum sínum.
Í mati ríkislögreglustjóra á skipulagðri glæpastarfsemi fyrir árið 2009 er sérstakur kafli um vélhjólagengi. Segir þar að Fáfnir hafi hlotið viðurkenningu sem stuðningsklúbbur Vítisengla og stefni að fullri aðild. „Alls staðar þar sem Hell's Angels hafa náð að skjóta rótum hefur aukin skipulögð glæpastarfsemi fylgt í kjölfarið,“ segir í matinu.