Á þriðja hundrað á Austurvelli

Hátt í 300 manns mættu á útifund á Austurvelli í …
Hátt í 300 manns mættu á útifund á Austurvelli í dag. Mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Útifundur á vegum Radda fólksins var haldinn á Austurvelli í dag, samkvæmt venju. Hátt í þrjú hundruð manns mættu á fundinn og hlýddu á ávörp.

Á fundinum töluðu þau Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur og Carlos Ari Ferrer, kennari og fyrrverandi sóknarprestur, að sögn Harðar Torfasonar, talsmanns Radda fólksins. Þetta var 28. mótmælafundurinn sem haldinn er í vetur, en fundahöldin byrjuðu í haust þegar efnahagsvandinn varð alvarlegur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert