Alþingi banni vændiskaup

Vændiskona í Amsterdam í Hollandi.
Vændiskona í Amsterdam í Hollandi. Reuters

Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau taka af heilum hug undir áskoranir um að Alþingi samþykki frumvarp um að banna kaup á vændi og fylgi þar með fordæmi Norðurlandanna Svíþjóðar og Noregs sem hafa bannað kaup á vændi.

„Ung vinstri græn taka undir með félagasamtökunum að vændi sé alvarleg birtingarmynd kynferðisofbeldis og því ber ábyrgðin að vera þeirra sem kaupa sér kynlífsþjónustu. Ung vinstri græn hafa þungar áhyggjur af útbreiðslu mansals sem er bein afurð vændis og klámvæðingarinnar og eru þess fullviss að bann við kaup á vændi, ásamt viðeigandi úrræðum fyrir fórnarlömb vændis, mansals og annars kynferðislegs ofbeldis, geti dregið úr hættunni á að slíkt ofbeldi fái að viðgangast. Komandi kynslóðir eiga rétt á því að alast upp í samfélagi þar sem stjórnvöld leyfa ekki nútímaþrælahaldi að viðgangast. Vændi sem atvinnugrein lifir aðeins svo lengi sem samfélagið horfir framhjá því og tekur ekki afstöðu.

Ung vinstri græn skora á þingheim að veita þessu góða máli brautargengi og benda á að það er fljótgert að afgreiða þetta mikilvæga mál. Allt sem þarf að gera er að sýna fólki þá virðingu að greiða atkvæði á móti kynferðisofbeldi og segja já við sænsku leiðinni,“ segir í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert